Friday, 17 April 2009

KIWI

Nýsjálendingar eru kallaðir Kiwi, orðið er úr Maori málinu og er líka nafnið á þjóðarfugli New Zealand.

Þetta er Kiwi fuglinn: Ég veit ekki hvort þetta á eitthvað skylt við ávöxtinn kiwi, en mér finnst fuglinn minna svolítið á ávöxtinn.
Kiwi fuglinn finnst hvergi nema í New Zealand og er friðaður, hann var í útrímingarhættu vegna þess að hann getur ekki flogið (furðufugl) og er auðveld bráð fyrir rándýr.
Áður en mannfólkið kom til NZ voru þar heldur engin rándýr og það er talið að Kiwi fuglinn hafi misst flughæfileikana vegna þess að hann þurfti ekki á þeim að halda.
Það var svo rólegt áður en menn og rándýr komu til landsins.

No comments:

Post a Comment